Heimilt að hefja grásleppuveiðar 10. mars

Sjávarútvegsráðuneytið gaf í dag út reglugerð um hrognkelsaveiðar. Samkvæmt henni verður heimilt að hefja veiðar 10. mars á öllum veiðisvæðum nema á innanverðum Breiðafirði, en þar mega veiðar hefjast 20. maí.

Nýmæli er í reglugerðinni að veiðileyfi hvers báts verður gefið út til 50 samfelldra dga innan veiðitímabilsins 10. mars – 20. júlí.
Þannig skal umsækjandi um grásleppuleyfi tilgreina hvenær hann muni hefja grásleppuveiðar og verður leyfið þá gefið út í 50 daga frá þeim tíma.

Reglugerðin í heild: http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/frettir/nr/1148