Uppbótum í ýsu, steinbít og ufsa úthlutað í síðasta skipti

Árið 2001 var mikið baráttuár hjá Landssambandi smábátaeigenda. Fyrri hluta árs var þrýst á sjávarútvegsráðherra og Alþingi að breyta lögum um stjórn fiskveiða þannig að kvótasetning í ýsu, steinbíti og ufsa kæmi ekki til framkvæmda.
Stjórnvöld bentu á að kvótasetning væri nauðsynleg til að verja veiðikerfi krókabáta og verið væri að fara á svig við stjórnarskrá með því að draga það lengur að framfylgja skilaboðum Hæstaréttar sem komu fram í „Valdimarsdómnum“ 3. desember 1998.
Landssambandið tefldi hins vegar fram álitsgerð Skúla Magnússonar og Sigurðar Líndals þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að dómurinn gæfi ekki tilefni til þeirra breytinga á veiðikerfi þorskaflahámarksbáta sem lög kváðu á um.

Lyktir málsins eru öllum kunn. Síðasti dagur þorskaflahámarksins var 31. ágúst 2001 og degi síðar hófu bátarnir veiðar í nýju veiðikerfi, krókaaflamarki.

Haustið 2001 var viðburðaríkt og endaði með lögum nr 129, sem bættu verulega í veiðiheimildir krókaaflamarksbáta í ýsu, steinbít og ufsa. Meirihluti uppbótanna var í formi aflahlutdeildar, en einnig var kveðið á um árlegar úthlutanir. Ein þeirra er sú sem nú hefur verið úthlutað í síðasta sinn.

Í lögunum var svofellt ákvæði: „Á hverju fiskveiðiári er sjávarútvegsráðherra heimilt að úthluta til árs í senn samtals allt að 0-0-1 lestum af ýsu, 0-0-1 lestum af steinbít og 300 lestum af ufsa miðað við óslægðan fisk til krókaaflamarksbáta sem gerðir eru út frá sjávarbyggðum sem að verulegu leyti eru háðar veiðum krókaaflamarksbáta.“

Í kjölfar reglugerðar 283/ 9. apríl 2002, var þessum uppbótum í fyrsta skipti úthlutað. Þeim var svo úthlutað óbreyttum næstu 2 fiskveiðiárin, en minnkaðar árlega um helming 5-20-2004 og á þessu fiskveiðiári. Þeim hefur nú verið úthlutað í síðasta skipti, 250 tonn í ýsu og steinbít og 75 tonn í ufsa.

Þeim sérstöku veiðiheimildum til viðbótar aflamarki á grundvelli krókaaflahlutdeildar í ýsu, steinbít og ufsa var því úthlutað alls fimm sinnum. Þær námu í heildina 0-7-3 tonn í ýsu, 0-7-3 í steinbít og 5-1-1 tonnum af ufsa.

Listi yfir úthlutunina:
http://fiskistofa.is/skjol/frettir/krokabaetur_0506.pdf