Hrun í útflutningi grásleppuafurða

Miklar verðlækkanir hafa orðið á söltuðum grásleppuhrognum og kavíar frá árinu 2004. Þannig lækkaði útflutningsverðmæti þeirra um rúmar 300 milljónir milli ára, en það nam 695 milljónum á sl. ári.

Grásleppukavíarinn dróst bæði saman í magni og verðmæti. Aðeins voru flutt út 413 tonn, en fara þarf allt aftur til ársins 1985 til að finna lægri magntölu. Þá var það heldur ekki til að bæta stöðuna að útflutningsverð lækkaði og var heildar útflutningsverð grásleppukavíars 30% lægra á árinu 2005 en það var 2004.

Söltuð grásleppuhrogn héldu magntölu sinni, en á sl. ári voru fluttar út jafngildi 7000 tunna, útflutningsverð hverrar tunnu lækkaði hins vegar um 35%.

Heimild: Hagstofa Íslands