Krókaaflamark – rúmur helmingur veiðiheimilda í þorski eftir

Nú, þegar fiskveiðiárið er rúmlega hálfnað eiga krókaaflamarksbátar eftir að veiða 57% þorskveiðiheimilda sinna, en 43% eru óveidd í aflamarkskerfinu.
Í ýsu snýst þetta við þar er þriðjungur óveiddur í krókaaflamarkinu, en 60% heimildanna eru enn ónýttar í aflamarkskerfinu.

Í hönd fer steinbítsvertíð krókaflamarksbáta, en hann hafa þeir nánast ekki snert rúm 80% eftir. Aflamarksskipin hafa hins vegar veitt 70% sinna veiðiheimilda í steinbít.

Heimild: Fiskistofa