Á félagsfundi Snæfells greindi formaður félagsins, Símon Sturluson, frá því að í höfn væri baráttumál félagsins um öldudufl við vestanvert Snæfellsnes. Unnið hefði verið að málinu frá því í haust og hefðu margir aðilar komið að því sem væri hér með þakkað. Fundurinn samþykkti að þakka Siglingastofnun Íslands sérstaklega fyrir fagleg og vönduð vinnubrögð við staðsetningu duflsins og gott samstarf við félaga í Snæfelli. Öldudufl úti fyrir Öndverðarnesi væri mikið öryggistæki fyrir þá sem róa á Breiðafirði. Þá væri staðsetning þess þannig að það mundi tengja saman duflin við Garðskaga og Blakksnes og auka þannig öryggi sjófarenda þar á milli.
Slóð öldudufl: http://skip.sigling.is/vedur_sjolag/srtNVL.html