Félagsfundur Snæfells – þakkir til Siglingastofnunar

Á félagsfundi Snæfells greindi formaður félagsins, Símon Sturluson, frá því að í höfn væri baráttumál félagsins um öldudufl við vestanvert Snæfellsnes. Unnið hefði verið að málinu frá því í haust og hefðu margir aðilar komið að því sem væri hér með þakkað.Snaefell_9-31-100.jpg Fundurinn samþykkti að þakka Siglingastofnun Íslands sérstaklega fyrir fagleg og vönduð vinnubrögð við staðsetningu duflsins og gott samstarf við félaga í Snæfelli. Öldudufl úti fyrir Öndverðarnesi væri mikið öryggistæki fyrir þá sem róa á Breiðafirði. Þá væri staðsetning þess þannig að það mundi tengja saman duflin við Garðskaga og Blakksnes og auka þannig öryggi sjófarenda þar á milli.

Slóð öldudufl: http://skip.sigling.is/vedur_sjolag/srtNVL.html