Fáir lögðu á 1. degi grásleppu

Það er af sem áður var þegar héðan fóru allir á sína staði árla morguns á fyrsta degi grásleppu. Venjulega eru þetta á annan tug báta sem hefja veiðar strax, en nú lagði aðeins einn bátur sl. föstudag, sagði Gunnar Gunnarsson á Húsavík.
Orð Gunnars endurspegla nokkurn veginn stöðuna í dag. Lausleg athugun leiddi í ljós að einn bátur er búinn að leggja á Grenivík, enginn á Kópaskeri, einn á Raufarhöfn,Raufarhofn_3-16-100.jpg tveir á Þórshöfn og engin á Bakkafirði og Vopnafirði.

Grásleppukarl sem rætt var við segir að helsta ástæðan fyrir þessari deifð vera þá að kaupendur sýni lítinn áhuga á að fá hrogn til kavíarvinnslu og ef tekst að draga upp úr þeim einhverja tölu um hugsanlegt verð ef þeir hugsanlega ætli að kaupa hljómar sú tala eins og þeir séu að biðja um að fá hrognin gefins. Hann sagðist ekki mundu taka þátt í slíkum skrípaleik og sagðist vera búinn að afskrifa grásleppuvertíðina að þessu sinni.

Mynd: Raufarhöfn, staðan rædd