Starfsskýrsla Fiskistofu 2005 – krókabátum fækkar

Nýlega kom út starfsskýrsla Fiskistofu fyrir árið 2005. Skýrslan er ítarleg og er þar að finna fjölmargar athyglisverðar upplýsingar.

Um fjölda veiðleyfa í atvinnuskyni kemur fram að á sl. 5 árum 1-20-2000 – 5-20-2004 voru krókabátar flestir 905-2003-2002, en voru 855 á sl. ári.
Á sama tímabili voru flest grásleppuleyfi 1-3-2003, en á vertíðinni 2005 voru þau aðeins 271.

Töluverður meðafli í kolmunna

Sérstakur kafli er í skýrslunni um meðafla í kolmunna. Þar segir eftirfarandi:

„Á tímabilinu maí til júlí var meðafli mældur í komunnaafla skipa í flottrollsveiðum. Tekin voru 340 sýni úr 34 förmum. Verkefnið var unnið í samstarfi við Hafrannsóknastofnunina. Ráðnir voru 3 menn í þetta verkefni líkt og undanfarin ár. Niðurstöður mælinganna leiddu í ljós töluverðan meðafla. Þann 7. júlí 2005 tók gildi reglugerð um vigtun og skráningu meðafla við komunnaveiðar, þar sem vigtunarleyfishafa sem tekur á móti kolmunna er gert skylt að taka sýni úr komunnaafla í þeim tilgangi að ákvarða magn og tegund meðafla til skráningar. Vegna þessara breytinga urðu eftirlitsmenn Fiskistofu leiðbeinendur um framkvæmd sýnatöku á kolmunnaförmum sem landað er hér á landi.“