Grásleppuvertíð að hefjast á Bakkafirði og Vopnafirði

Frá því er skýrt á www.bakkafjordur.is að grásleppukarlar á Bakkafirði og Vopnafirði ætli að leggja í fyrramálið 30. mars, ef verður leyfir.
Samkvæmt veðurspá frá Veðurstofu Íslands kl 22:11 í kvöld er tvísýnt um að hægt verði að leggja á morgun. Spáð er „norðaustan 10-15 m/s og éljagangur, en hægt minnkandi í nótt og dregur úr éljum. Norðaustan 5-10 síðdegis og dálítil él. Hiti kringum frostmark.“

Nokkru færri bátar hefja nú veiðar samtímis frá þessum stöðum en undanfarin ár.Bakkafjordur_DSCF0036.jpg Einungis 3 bátar frá hvorum stað. Undanfarin ár hafa Vopnafjörður og Bakkafjörður verið aflahæstu löndunarstaðirnir. Í fyrra deildu þeir með sér fyrsta sætinu, en þá voru verkuð grásleppuhrogn í 718 tunnur á hvorum stað, sem var mikil minnkun frá 2004 sem skilaði 7-2-2 tunnum alls.

Myndin er frá Bakkafirði