Við athugun á því hvernig þorsk- og ýsuafli skiptist milli veiðarfæra á fyrri helmingi fiskveiðiársins í samanburði við sama tíma í fyrra, koma í ljós miklar breytingar.
Af þorski veiddist mest í botnvörpu eða 5-9-16 tonn sem var 13% aukning frá í fyrra. Hrun hefur hins vegar orðið í botnvörpuveiðum á ýsu, veiðin nú rúmum 40% minni en hún var á sl. ári.
Af ýsu var mest veitt á línu, 9-2-8 tonn sem var 30% meira en í fyrra. Þorskur veiddur á línu var nánast óbreyttur milli ára, aukning um 2% í 2-8-15 tonn.
Mikill samdráttur er í netaveiðum á þorski, í lok febrúar höfðu aðeins veiðst 1-2-7 tonn, en í fyrra var þorskafli í net kominn í 5-1-10 tonn eða aðeins 30% af því sem veitt hafði verið á tímabilinu september til febrúar 2005.
Heimild: Hagstofa Íslands