Öryggi sjómanna – fundað í Hafnarfirði

Sjómenn! Hver er staðan í öryggismálum í dag?
er yfirskrift lokafundar í málfundaröð um öryggi sjómanna.
Fundurinn verður haldinn í Hraunholti, Dalshrauni 15, Hafnarfirði þriðjudaginn 4. apríl kl. 16.00 til 18.00. Fundarstjóri verður Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands. Að venju verða flutt erindi um öryggi sjófarenda frá ýmsum hliðum og almennar umræður um öryggismál að þeim loknum.

Sjá nánar dagskrá
http://www.sigling.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2426

Sjómenn, útgerðarmenn og aðrir þeir sem láta sig öryggi sjófarenda varða eru hvattir til að mæta, segir í fréttatilkynningu á heimasíðu Siglingastofnunar.