Togararall 2006 – stofnvísitala þorsks lægri en búist var við

Hafrannsóknastofnun hefur sent frá sér fréttatilkynningu um stofnmælingu botnfiska á Íslandsmiðum (togararall) 2006 sem fram fór 1. – 18. mars sl.

Þorskur
Þar mældist stofnvísitalan 15% lægri en 2005 og er nú svipuð því sem var 2002 og 2003. Samkvæmt síðustu úttekt mátti gera ráð fyrir að vísitala mældist nú eitthvað lægri, en 15% lækkun er meira en búist var við.
Samkvæmt niðurstöðum úr rallinu bendir allt til þess að síðustu 5 árgangar séu allir undir meðallagi.
2001 mjög lélegur
2002 nærri meðallagi
2003 frekar lélegur
2004 mjög lélegur
2005 nærri meðallagi.
Um holdafar þorsksins segir að það hafi verið „heldur lakar en árið 2005“.

Ýsa
„Stofnvísitala ýsu var há, líkt og síðustu þrjú ár. Miðað við lengdardreifingu er 2003 árgangurinn mjög stór, en 2004 og 2005 árgangarnir undir meðallagi.

Sjá fréttina í heild á slóð Hafrannsóknastofnunar:

http://www.hafro.is/undir.php?ID=19&nanar=1REF=3&fID=2518