Brottkast fer minnkandi samkvæmt könnun IMC Gallup

Sjávarútvegsráðuneytið hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem birtar eru niðurstöður úr rannsókn IMC Gallup á umfangi og eðli brottkasts fisks. Könnunin tók yfir tímabilið 29. desember 2005 til 24. janúar 2006.

Fréttatilkynningin er eftirfarandi:
„Verulega hefur dregið úr brottkasti fisks á Íslandsmiðum samkvæmt nýrri könnun sem IMG Gallup hefur gert fyrir sjávarútvegsráðuneytið. Niðurstöðurnar benda til að brottkast hafi minnkað um helming. Rúmlega 10% sjómanna urðu varir við brottkast í síðustu veiðiferð sinni. Fyrir fimm árum var hlutfallið ríflega 20% og rúm 18% í könnun fyrir tveimur árum.
Samkvæmt útreikningum IMG Gallup er heildarbrottkast á fiski á sjó nú rúmlega 0-4-19 tonn á ársgrundvelli, en samkvæmt könnun sem framkvæmd var 1-20-2000 var brottkastið u.þ.b. 0-4-38 tonn. Samkvæmt þessu hefur brottkast því minnkað um tæplega helming á síðustu 5 árum.
Helmingi færri sjómenn urðu varir við brottkast nú en í könnuninni 1-20-2000. Hlutfallið er nú 10,2% samanborið við 20,3% í könnuninni 1-20-2000 og 18,4% í könnuninni í janúar 2004.
Tæplega helmingur sjómanna telur brottkast á fiski hafa minnkað á síðustu 3 árum. Tæplega 40% telja brottkastið hafa staðið í stað, en einungis rúm 13% telja að það hafi aukist.
Í langflestum tilfellum, eða tæplega 90%, segja sjómenn að undirmálsfiski hafi einkum verið kastað.
Þróunin sem sést í könnunum IMG Gallup hefur komið heim og saman við árlegar rannsóknir Hafrannsóknastofu og Fiskistofu á brottkasti. Brottkast hefur minnkað á undanförnum fimm árum og er það til marks um ábyrga umgengni um auðlindina.
Könnunin var gerð frá 29. desember 2005 til 24. janúar 2006. Í endanlegu úrtaki voru 1114 lögskráðir sjómenn á skrá hjá Siglingastofnun. 680 svöruðu eða 61,0%.
Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra kynnti niðurstöðurnar á blaðamannafundi í dag.“

Sjá niðurstöður í heild:
http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/media/Skyrslur/Konnun_a_brottkasti_mars_06.pdf