Á fréttavefnum www.austurlandid.is er sagt frá því að þeir feðgar Guðni Ásgrímsson og Ásgrímur sonur hans á Ólöfu NS hafi fengið vænan hákarl sl. föstudag. Skepnan vó tæpt tonn og lét blekkjast af selspiki sem beitt var.
Í viðtali við fréttavefinn tjáir Guðni sig um grásleppuveiðarnar, sem ganga vel en verðið sem fæst fyrir hrognin afar lélegt.
Sjá fréttina í fullri lengd:
http://austurlandid.is/?frett_id=76