Grásleppuaflinn kominn yfir 5000 tunnur

Grásleppuvertíðin er langt komin á flestum stöðum nema í Breiðafirði. Búið er að salta í yfir 5000 tunnur sem verður að teljast meira en búast hefði mátt við þegar tekið er mið af því slaka verði sem fæst fyrir hrognin.
Mest hefur verið veitt á Siglufirði og Fljótum, en þar er vertíðinni lokið og var alls verkað í tæpar 700 tunnur þar.