Á heimasíðu AVS – rannsóknarsjóður í sjávarútvegi – var í gær greint frá því að Sæplast hefði þróað nýtt byltingarkennt fiskiker í samvinnu við Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, FISK Seafood hf og Háskóla Íslands.
Þar er greint frá því að fiskikerið hafi verið afhjúpað af sjávarútvegsráðherra Einari K. Guðfinnssyni á sjávarútvegssýningunni í Brussel í gær.
Nýja kerið er nokkuð lægra en flest fiskiker eru í dag, einnig er það léttara og við stöflun þá lokar efra kerið því neðra án þess að skítur frá lyftara berist í neðra kerið, segir m.a. í fréttinni.
Sjá fréttina í heild: http://www.avs.is/frettir/nr/1483