Krókaaflamarksbátar – eftir að veiða rúm 40% af þorskinum

Misjafnt er milli krókaaflamarkskerfis og aflamarks hversu mikið er búið að veiða í einstökum tegundum. Í gær 10. maí voru krókaaflamarksbátar búnir að nýta tæp 60% af útgefnum veiðiheimildum í þorski, en í aflamarkinu var hlutfallið komið yfir 80%.
Í ýsu snérist þetta við, krókaaflamarkið var búið með 73% en í aflamarkinu var búið að veiða 63%.
Steinbítur er hins vegar nánast uppurinn í aflamarkinu en rúmur þriðjungur eftir í krókaaflamarkinu.

Á Fiskveiðiárinu er heimilt að veiða 1-9-1 þús. tonn af þorski, 4-7-1 af ýsu og 13,3 þús. tonn af steinbít. Hlutur krókaaflamarksbáta 39,1 þús. (19,6%) í þorski, 20,5 (19,1%) í ýsu og 5,6 þús. tonn (42,1%) í steinbít.

Heimild: Fiskistofa