Sífellt hærra hlutfall ýsunnar tekið á línu

Í gær var fjallað um stóraukið vægi línunnar í þorskveiðum og stuðst við svar sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Guðjóns Hjörleifssonar.

Áfram verður haldið umfjöllun um þingskjalið og ýsan skoðuð en þar er þróunin svipuð og í þorskinum.

Á því tímabili sem svarið tók til 1993 – 03-6-20, var hlutdeild línuveiddrar ýsu á sl. ári að nálgast metárið 2000, sem var síðasta árið sem ýsan var utan kvóta hjá krókabátum. Það ár var 31,93% ýsunnar veitt á línu eða 8-5-13 tonn, en á sl. ári skilaði línan 5-6-30 tonnum af ýsu eða 31,26%.

Netaveiðar á ýsu hafa minnkað ár frá ári. Aðeins 1,55% ýsunnar var veitt í net á síðasta ári eða 8-5-1 tonn. 1993 var hlutfallið hæst á umræddu tímabili þegar 10% ýsunnar – 3-8-4 tonn – voru veidd í net.
Sömu sögu er að segja með botnvörpu, vægi hennar hefur einnig minnkað. Árið 1995 var það hæst 71%, fór niður fyrir 56% 2000 og 2001, var 60% næstu 3 árin en á síðasta ári var hlutfall ýsu veitt með trolli 54,9%.