Vakin er athygli á að á tímabilinu 1. júní til og með 31. ágúst er óheimilt að landa óslægðum fiski af dagróðrabátum á laugardögum og sunnudögum.
Fiskistofa getur veitt undanþágu frá þessu banni, enda verði sýnt með óyggjandi hætti fram á að skilyrði um slægingu í landi séu uppfyllt.
Fiskistofa hefur birt á heimasíðu sinni lista yfir fyrirtæki
http://fiskistofa.is/skjol/frettir/slaegingarundanthaga_2006.pdf
sem undirritað hafa yfirlýsingu þar sem fram kemur að fiskur sem landað er og tekinn til aðgerðar og / eða frekari vinnslu er aðgerður innan 12 tíma frá því að honum var landað.
Sjá nánar: http://fiskistofa.is/skjol/frettir/yfirlysing_fiskmottakenda_2006.pdf