Grásleppuvertíð lokið í Noregi, Nýfundnaland á rólegri siglingu

Grásleppuvertíðinni er lokið í Noregi og fyrir liggur að u.þ.b. 15% samdráttur varð í veiðinni, miðað við árið 2005. Heildarveiðin virðist vera rétt um 3000 tunnur.

Sem annars staðar lækkaði verðið á hrognunum og nemur lækkunin um 30% í Noregi.

Veiðar standa enn yfir á Nýfundnalandi og er heildaraflinn að fara yfir 4000 tunnur sem þetta er ritað. Flest veiðisvæðanna hafa ýmist klárað sinn veiðitíma eða eru langt komin með hann.
Einungis fjögur af á þriðja tug svæða eiga allan sinn veiðitíma eftir (15 daga) en sum þeirra reynast á stundum gjöful. Því er enn of snemmt að fullyrða um hvernig lokaniðurstaðan verður miðað við síðasta ár, þegar veiddust rúmlega 10 þúsund tunnnur við Nýfundnaland.