Félagstímarit LS, Brimfaxi, kom út nú fyrir sjómannadaginn og hefur verið sent félagsmönnum sem og dyggum stuðningsmönnum LS. Að öllu jöfnu koma út tvö tölublöð á ári og mun hið síðara koma út fyrir jólin.
Ýmissa grasa er að kenna í Brimfaxa sem endranær. Sr. Karl Matthíasson skrifar hugleiðingu, þátturinn „Heimahöfn’ fjallar um Höfn í Hornafirði og er að auki bráðskemmtilegt tveggja manna tal Unnsteins Guðmundssonar stjórnarmanns í LS frá félagi smábátaeigenda á Höfn og Páls Dagbjartssonar, en hann „hætti til sjós og fékk sér Sómabát“.
Þá er fjölbreyttur fróðleikur um nýjustu tækni, fiskveiðistjórnun í fjarlægum löndum ásamt ýmsu öðru um málefni líðandi stundar.
Brimfaxi kom fyrst út árið 1985.