Lög um hámark á krókaaflamarki

Í vetur fór af stað talsverð umræða um það hvort nauðsynlegt væri að setja hámörk á aflahlutdeildum í krókaaflamarki. Ekki skal sú saga endurtekin hér, en bent á að þann 2. júní s.l. samþykkti Alþingi lög varðandi þetta mál.

Í lögunum segir m.a.:

„skal samanlögð krókaaflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða lögaðila, eða í eigu tengdra aðila ekki nema hærra hlutfalli en 4% af þorski og 5% af ýsu miðað við heildarkrókaaflahlutdeild í hvorri tegund“.

Í ákvæðum til bráðabirgða er fjallað um aðlögun að þessum lagabreytingum:

„Sé krókaaflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða lögaðila, eða í eigu tengdra aðila við gildistöku laga þessara yfir þeim mörkum sem sett eru í 1. eða 2. mgr. 11. gr. a skal viðkomandi aðili þegar í stað senda Fiskistofu tilkynningu í samræmi við 1. mgr. 11. gr. b og gilda þá ákvæði 2. mgr. þeirrar greinar. Aðili skal þó hafa frest til 1. september 2009 til að ráðstafa krókaaflahlutdeildinni þannig að hún rúmist innan settra marka. Að öðru leyti gildir 2. mgr. 11. gr. b um hámark krókaaflahlutdeildar“.

Vefslóð Alþingis á lögin er http://www.althingi.is/altext/132/s/1388.html