Reglugerð um varanlega úthlutun veiðiheimilda til jöfnunar

Degi fyrir þingfrestun 3. júní sl. varð frumvarp sjávarútvegsráðherra um varanlega úthlutun 3000 tonna af þorski að lögum. Veiðiheimildum þessum, sem gengu undir nafninu Jöfnunarsjóður, hafði verið úthlutað árlega frá fiskveiðiárinu 0-20-1999 (8,4 tonn að hámarki). Lögin gera ráð fyrir að þær myndi aflahlutdeild hjá þeim bátum sem höfðu rétt til úthlutunar á tímabilinu.

Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú gefið út reglugerð um úthlutun aflaheimildanna. Samkvæmt henni skal Fiskistofa fyrir 1. júlí nk. senda eigendum þeirra skipa sem höfðu rétt til úthlutunar upplýsingar um reikniforsendur væntanlegrar þorskaflahlutdeildar. Frestur til athugasemda er veittur til 14. júlí 2006.

Áður hefur verið fjallað um málefni þetta hér á síðunni og er slóðin:
http://www.smabatar.is/frettir/23-11-2005/664.shtml

http://www.smabatar.is/frettir/25-01-2006/707.shtml

http://www.smabatar.is/frettir/09-03-2006/734.shtml

Lögin í heild: http://althingi.is/altext/132/s/1386.html

Reglugerð: http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=45-3822-64099450a5-9-7c-fd23-3-17dfa