Það sem af er fiskveiðiárinu hafa krókaaflamarksbátar veitt 5-4-19 tonn af ýsu. Þessi mikli afli svarar til 23% af heildarýsuveiðinni. Hér er um mjög ánægjulega þróun að ræða þar sem hlutur þeirra á sama tíma á sl. fiskveiðiári var 15.6%.
Á heimasíðu Fiskistofu kemur fram að mikil umskipti hafa orðið milli fiskveiðiára varðandi ýsuna. Í fyrra var hlutur línunnar 27%, en er nú kominn í 38,5%, hefur því aukist um rúm níuþúsund tonn. Að sama skapi hefur hlutur botnvörpunnar minnkað úr 60% í 47% sem svarar til um 12 þúsund tonna afla.