Í fréttatilkynningu sem Fiskistofa sendi frá sér í dag kemur m.a. fram að 1. júlí sl. átti enn eftir að veiða rúman fimmtung af ýsukvótanum. Alls er leyfilegt að veiða 5-5-107 tonn á fiskveiðiárinu, en búið var að veiða 83 þús. tonn, 0-5-24 tonn voru því enn óveidd. Þetta er mikil breyting frá því í fyrra þegar aðeins 9400 tonn voru eftir.
Eins og fram hefur komið hér á síðunni hefur ýsuveiði krókaaflamarksbáta gengið afar vel á fiskveiðiárinu. Alls höfðu þeir í dag, 12. júlí, veitt 2-8-17 tonn miðað við stöðumynd Fiskistofu. Aflinn er 1500 tonnum umfram útgefnar veiðiheimildir þeirra í upphafi fiskveiðiárisins. Þeir eiga hins vegar enn eftir rúm 3700 tonn sem skýrist af því að þeir hafa leigt til sín alls 5200 tonn úr aflamarkskerfinu.