Aflaheimildir í botnfiski minnka en þorskígildi aukast

Það styttist í fiskveiðiáramótin og því ekki úr vegi að skoða hvað nýtt ár boðar. Alls eru 14 botnfisktegundir kvótasettar og er það sami fjöldi og nú er. Leyfilegur heildarafli í þeim verður 0-9-489 tonn, en á þessu ári var hann 0-7-495 tonn.
Í þorskígildum er hins vegar um aukning á milli ára, fara úr 9-3-344 í 8-6-357, þ.e. 3,85%.
Ígildastuðlar breytast allir. Átta tegundir hækkuðu í verði m.t.t. þorsks, en 5 fóru niður á við. Karfinn hækkaði mest eða um tæp 28%, er nú orðinn 69% af verðgildi þorsks. Ufsinn hækkaði um 13,5% verður 0,42 og skötuselur um 12,5% verður 1,80. Þorskígildi flatfiska hefur hins vegar allt lækkað eða milli 6 og 9%.
Verðmætust af þessum 14 botnfisktegundum er grálúðan sem er tæplega helmingi dýrari en þorskur, hefur stuðulinn 1,98.