Sprenging í ýsuafla krókaaflamarksbáta

Það sem af er fiskveiðiárinu hafa krókabátar aflað 6-1-22 tonn af ýsu á móti 4-9-15 tonnum á sama tíma í fyrra. Þó ýsan hafi oft gefið vel er hér um algjört met að ræða. Þessi mikli afli svarar til tæpra 23% af heildarafla í ýsu.
Hlutdeildin er langt umfram úthlutaða hlutdeild á fiskveiðiárinu sem var 15%, það er því ljóst að gríðarlegur tilflutningur aflaheimilda í ýsu hefur átt sér stað úr aflamarkskerfinu. Það verður því ekki annað sagt en krókabátarnir hafi bjargað því sem bjargað varð varðandi nýtingu á ýsunni á yfirstandandi fiskveiðiári.

Unnið upp úr gögnum frá Fiskistofu