Í Fiskifréttum sem út komu sl. föstudag er m.a. fjallað um Fram Foods í Reykjanesbæ, en fyrirtækið hefur undanfarin ár verið stærsti kaupandi grásleppuhrogna frá íslenskum veiðimönnum.
Í Fiskifréttum er rætt við stjórnarformann fyrirtækisins Halldór Þórarinsson og Svanhildi Leifsdóttur framkvæmdastjóra.
Í viðtalinu kemur m.a. eftirfarandi fram hjá Svanhildi um hrognamarkaðinn: „Hrognamarkaðurinn er gríðarlega stór en hann er jafnframt mjög viðkvæmur. Grásleppuhrognamarkaðurinn hefur til dæmis verið sérstaklega sveiflukenndur síðastliðin ár og sökum offramboðs hefur hráefnisverð lækkað verulega. Það hefur haft bein áhrif á söluverð okkar á afurðum og ég hef áhyggjur af því að þegar jafnvægi kemst á hráefnisframboðið verði erfitt að ná söluverðinu upp aftur. Það er arðbærast fyrir veiðimenn sem og framleiðendur að hafa jafnvægi í verðum,“.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is