Á árinu 2005 lönduðu alls 898 smábátar gegnum greiðslumiðlunarkerfi sjávarútvegsins, sem er 165 bátum færra en 2004. Af þeim tilheyrðu 128 (142) svæðisfélaginu Kletti; Ólafsfjörður – Tjörnes. Næst fjölmennasta félagið er Snæfell; Borgarnes – Búðardalur með 117 (140) báta, þriðja stærst er Reykjanes með 96 (107) báta og fjórða stærst er Félag smábátaeigenda á Austurlandi með 85 (108) báta.
Alls eru svæðisfélög LS 15. Auk þeirra sem hér hafa verið nefnd eru:
Smábátafélag Reykjavíkur – 71 (98)
Sæljón, félag smábátaeigenda á Akranesi – 33 (31)
Strandveiðifélagið Krókur – 49 (68)
Elding, félag smábátaeigenda í Ísafjarðarsýslum – 79 (98)
Strandir – 36 (42)
Skalli; Hvammstangi-Siglufjörður – 42 (46)
Fontur; Kópasker-Vopnafjörður – 46 (49)
Hrolllaugur, félag smábátaeigenda Hornafirði – 29 (30)
Farsæll; Vestmannaeyjar – 22 (23)
Árborg, félag smábátaeigenda á Suðurlandi – 9 (13)
Báran; Hafnarfjörður-Garðabær – 56 (68)
Tölur í sviga sýna fjölda báta 2004.
Upplýsingar um stjórnir svæðisfélaga LS má sjá á http://www.smabatar.is/sida/5.shtml