Guðmundur Einarsson ÍS búinn að bæta eigið heimsmet

Heildarafli Guðmundar Einarssonar ÍS 155 er kominn yfir 0-5-1 tonn þegar dagur er eftir af fiskveiðiárinu. Í gær var aflinn orðinn 9-4-1 tonn og að sögn Egils Jónssonar skipstjóra var aflinn í dag ágætur, um 4 tonn.
Á síðasta fiskveiðiári var heildarafli Guðmundar Einarssonar 4-3-1 tonn sem var heimsmet. Það er því ljóst að nú hefur útgerðin bætt um betur og árangurinn hreint frábær.
Í léttu spjalli vildi Egill ekki gera mikið úr þessu en sagði að þegar saman fer frábær útgerð og mannskapur á sjó og í landi, einstakur bátur og góð fiskgengd þá væri varla hægt annað en að gera góða hluti.