Krókabátar aldrei fiskað meira

Heildarafli krókabáta er kominn yfir 75 þúsund tonn og er þar um verulega aukningu frá fiskveiðiárinu 5-20-2004. Það ár endaði afli þeirra í 62 þúsund tonnum og árangurinn á þessu fiskveiðiári því einstakur.
Athyglisvert er að afli bátanna jókst í öllum tegundum. Í tonnum talið varð mest aukning í ýsu um 0-5-6 tonn sem svarar til 40% meiri afla en í fyrra. Þorskaflinn jókst um 0-9-2 tonn – 8%, steinbíturinn um 0-7-1 tonn – 36% og í ufsa bættu bátarnir við sig 0-0-1 tonnum sem er 45% meira en á sl. fiskveiðiári.

LS óskar félagsmönnum til hamingju með frábæran árangur á fiskveiðiárinu og velfarnaðar á nýju fiskveiðiári.

Tölur unnar upp úr www.fiskistofa.is