Bætt við línuívilnun í ýsu og steinbít

Með útgáfu reglugerðar um veiðar í atvinnuskyni og línuívilnun kemur fram að sjávarútvegsráðherra hefur aukið þann afla sem kemur til línuívilnunar í ýsu og steinbít. Alls nemur viðbótin 500 tonnum, 250 í hvorri tegund.
LS fagnar þessari ákvörðun ráðherra.
Á fiskveiðiárinu takmarkast línuívilnun í ýsu því við 2-7-1 tonn og 894 tonn í steinbít. Afli sem kemur til línuívilnunar í þorski er lögbundinn 5-3-3 tonn.