Hefjum hvalveiðar – skýr vilji þjóðarinnar

Birt hefur verið niðurstaða skoðanakönnunar um fylgi þjóðarinnar við hvalveiðum. Skemmst er frá því að segja að 73% landsmanna er fylgjandi veiðum í atvinnuskyni, en aðeins 1 af hverjum 10 því andvígur.

Landssamband smábátaeigenda hefur nánast á öllum aðalfundum frá upphafi hvalveiðibanns ályktað um hvalveiðar, þar sem skorað hefur verið á sjávarútvegsráðherra og Alþingi að heimila veiðar.

Niðurstaða skoðanakönnunarinnar sýnir svo ekki verður um villst hver vilji þjóðarinnar er. LS hvetur sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórn að taka ákvörðun um veiðar nú þegar.

Nánar er fjallað um skoðanakönnunina og blaðamannafund sem efnt var til á heimasíðu LÍÚ.

http://liu.is/news.asp?id=161&news_ID=509&type=one