Aðalfundur Strandveiðifélagsins KRÓKS verður á morgun laugardaginn 23. september. Fundurinn verður í Hópinu, Tálknafirði og hefst kl 18:00.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa liggur fyrir fundinum breytingatillaga á lögum félagsins. Hún lítur að fækkun stjórnarmanna úr 5 í 3.
Boðið verður upp á kvöldverð á fundinum og er af þeim sökum æskilegt að félagsmenn tilkynni þátttöku til Hjörleifs í s. 0-47-846.
Formaður Strandveiðifélagsins Króks er Hjörleifur Guðmundsson
Degi á eftir aðalfundi Króks verður aðalfundur ELDINGAR – félagi smábátaeigenda í Ísafjarðarsýslum. ELDING heldur aðalfund sinn á Hótel Ísafirði sunnudaginn 24. september. Fundurinn hefst kl 14:00.
Fyrst á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf. Meðal annarra dagskrárliða er kynning á drögum að kjarasamningi Eldingar og Verkalýðsfélags Vestfirðinga.
Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og vera þannig þátttakendur í mótun þeirra mála sem rædd verða og tekin fyrir á fundinum.
Að venju býður Elding félagsmönnum upp á kaffihlaðborð í fundarhléi.
Formaður Eldingar er Gunnlaugur Finnbogason
Formaður og framkvæmdastjóri LS munu mæta á báða fundina.