Öryggisvika sjómanna 25. – 27. september – samgönguráðherra kom með þyrlu til setningar

Í dag hófst öryggisvika sjómanna. Þetta er í þriðja sinn sem vika er tileinkuð þessum málaflokki. Þema vikunnar nú er: Tæknileg samvinna útgerða, áhafna og aðila í landi.
Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson setti vikuna formlega nú áðan um borð í Sæbjörgu, skólaskipi Slysavarnaskóla sjómanna. Ráðherrann kom með óvenjulegum hætti um borð þar sem hann var ferjaður með TF-SIF þyrlu Landhelgisgæslunnar og látinn síga niður á þilfar Sæbjargar. Myndin hér er tekin af þeim atburði.DSC1-4-0.jpg

Á miðvikudaginn 27. september verður haldin ráðstefna um öryggi sjómanna í hátíðasal Fjöltækniskóla Íslands. Allir sem vilja láta sig öryggi sjófarenda varða eru hvattir til að taka þátt í ráðstefnunni, sem er öllum opinn og hefst kl 9:30. Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis.

Sjá nánar dagskrá ráðstefnunnar:
http://www.sigling.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2987