Aðalfundur KRÓKS – Tryggvi Ársælsson tekur við formennsku”

Strandveiðifélagið KRÓKUR hélt aðalfund sinn sl. laugardag. Auk aðalfundarstarfa voru tekin fyrir fjölmörg önnur mál. Fundurinn var ágætlega sóttur og fór hið besta fram, umræður fjörugar og félagsmenn áhugasamir um að fræðast um gang mála við gesti fundarins. Í lok fundar var þátttakendum boðið í kvöldmat í boði félagsins og að honum loknum bauð Fiskmarkaður Patreksfjarðar upp á kaffi og koníak.Patro5-49-100.jpg

Það bar til tíðinda á fundinum að Hjörleifur Guðmundsson formaður Króks til 9 ára og stjórnarmaður í Landssambandi smábátaeigenda sl. 7 ár baðst undan endurkjöri. Hjörleifi voru þökkuð velunnin störf með kröftugu lófataki.

Nýr formaður KRÓKS er Tryggvi Ársælsson Tálknafirði og hlaut hann rússneska kosningu. Þá verður Tryggvi einnig fulltrúi félagsins í stjórn LS.

Fundurinn samþykkti að vísa eftirtöldu til aðalfundar LS.

1. Fundurinn leggur til að ekki sé ástæða til þess að breyta neinu hvað varðar línuívilnun.

2. Lagt er til að LS verði veitt umboð til að leita eftir samningum um kaup og kjör á smábátum fyrir hönd félagsmanna sinna, sem yrðu lagðir fyrir aðildarfélög, til afgreiðslu.

3. Krókur mótmælir harðlega þeim hugmyndum sem uppi eru um breytingar á slægingarstuðlum, sem og reglugerð um vigtun sjávarafla.

Myndin sýnir hluta fundarmanna.