Halldór Ármannsson – nýr formaður Reykjaness

Reykjanes – félag smábátaeigenda á Reykjanesi – hélt aðalfund sinn í Salthúsinu Grindavík sl. laugardag, 30. september.
Á fundinum fór fram kosning formanns. Tveir voru í kjöri, sitjandi formaður Gunnar Ari Harðarson og Halldór Ármannsson. Halldór sigraði og í kjölfarið var hann lýstur formaður Reykjaness.HalldorArmIIDSCF6-1-0027.jpg
Fundurinn var vel sóttur og umræður kraftmiklar og málefnalegar.

Fundurinn ályktaði eftirfarandi:

1. Að LS krefjist þess að sömu reglur varðandi togveiðar, gildi um hafsvæðið suðvestur af landinu og Faxaflóa, og eru í gildi út af Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi.JonJ2-5064-100.jpg
Greinargerð:
Engin fiskifræðileg rök eru fyrir því að í lagi sé að leyfa togveiðar í þriggja sjómílna fjarlægð frá stórstraumsfjöruborði út af Suðvesturlandi, meðan viðmiðunin er 12 sjómílur, út af Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi. Fiskifræðingar hafa ekki sýnt nein rök fyrir slíku. Hvergi hefur þorskveiði dregist eins saman og út af Suðvesturlandi, þrátt fyrir aukna sókn.OskarII2-5080-100.jpg

2. Að LS mótmæli öllum breytingum á slægingarstuðlinum.

3. Að LS berjist áfram fyrir varanlegri lokun á togveiðar á svæði útaf Sandgerði og suður af Grindavík.PallJohann2-5071-100.jpg

4. Að LS fari fram á að allur byggðakvóti verði aflagður.

5. Að LS endurskoði greiðslumiðlunarsjóð, 8,4%.Thorlakur2-5065-100.jpg

Og að lokum samþykkti aðalfundur Reykjaness að styðja þá viðleitni að komið verði á samningum á smábátum.

Í stjórn með Halldóri voru kosnir: Jón Jóhannsson, Páll Jóhann Pálsson, Óskar Haraldsson, Þorlákur Halldórsson

Myndir:
Halldór Ármannsson
Jón Jóhannsson
Óskar Haraldsson
Páll Jóhann Pálsson
Þorlákur Halldórsson