Smábátafélagið Strandir hélt aðalfund sinn á Drangsnesi 2. október sl. Fundarþátttaka fyllti ekki tug, en þrátt fyrir það voru umræður miklar og all snarpar á köflum.
Stjórn Stranda var öll endurkjörin:
Haraldur Ingólfsson Drangsnesi formaður
Már Ólafsson Hólmavík
Sævar Benediktsson Hólmavík
Már Ólafsson var endurkjörinn sem fulltrúi félagsins í stjórn LS.
Umræður um kjaramál voru miklar á fundinum. Niðurstaða þeirra var að félagið samþykkti að veita Landssambandi smábátaeigenda umboð til að leita
eftir samningum um kaup og kjör á smábátum fyrir hönd félagsmanna sinna,
sem yrðu lagðir fyrir aðildarfélög, til afgreiðslu.
Myndir: Haraldur Ingólfsson
Aðalfundur Stranda 2006