Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að 22. aðalfundur LS er á næsta leiti. Nú hafa öll svæðisfélögin 15 haldið aðalfundi. Ályktanir hafa verið samþykktar og þeim oftast vísað til meðferðar aðalfundar LS.
Á fundunum má glöggt heyra að félagsmenn eru ánægðir með afkomuna á sl. mánuðum. Þó veiðin sé minni um þessar mundir vegur fiskverðið það upp. Þess má geta að meðalverð á línuþorski sem seldur var á fiskmörkuðum á Vestfjörðum í ágúst sl. (40-2-1) var rúmum 30% hærra en í sama mánuði fyrir ári.
Aðalfundur LS hefst kl 10 árdegis nk. fimmtudag. Fundurinn er öllum smábátaeigendum opinn. Rétt er þó að taka fram að nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku til að fá gögn afhend við innganginn.
Þátttaka tilkynnist til skrifstofu LS – ls@smabatar.is – fyrir 24. október.