Elding hélt aðalfund sinn á Ísafirði 24. september sl. Mæting á fundinn varð með dræmara móti, enda veður og skilyrði ekki fundarvæn. Spegilsléttur sjór í lok fjölmargra bræludaga.
Kjaramál voru aðalmál fundarins, en drög að samningi Eldingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Vestfjarða hafði verið sendur með aðafundarboði. Fundurinn mælti með því að félagsmenn myndu undirrita samninginn við verkalýðsfélagið.
Á aðalfundi Eldingar voru eftirfarandi ályktanir samþykktar:
1. Skorað á stjórnvöld að klára nú þegar vegagerð milli norður- og suðurfjarða Vestfjarða nú þegar verði farið í útboð á Djúpvegi (Mjóifjörður og Ísafjörður) og ennfremur um Arnkötludal. Málið þolir enga bið. Enn fremur að stuðlað verði að því að strandsiglingar verði teknar upp á ný.
2. Loka á snurvoðaveiðar báta yfir 50 tonn, innan flóa og fjarða á Vestfjörðum
3. Skora á stjórnvöld (sjávarútvegsráðherra) að breyta fiskveiðilandhelginni, þannig að miðað verði við landhelgislínu við veiðar á botnvörpu á svæðinu frá Hornbjargi að Skaga.
4. Krafist verði frekari rannsókna á skaðsemi seiðaveiða og veiða á smáfiski til áframeldis með rækjutrolli í Ísafjarðardjúpi.
5. Öllum áformum á breytingum á slægingarstuðlum verði mótmælt harðlega.
6. Skorað verði á samgönguráðherra að NMT farsímakerfinu verði haldið við, meðan ekki kemur annað kerfi í staðinn, meðan ekki er betra kerfi til staðar.
7. Skorað á sjávarútvegsráðherra að auka þorskkvótann í 250 þúsund tonn að lágmarki til 3 ára.
8. Að línuívilnun í þorski verði 20% í stað 16%, eins og nú er, þar sem ekki hefur náðst að nýta þær heimildir sem ráðstafað er til línuívilnunar í þorski.
9. Fyrirkomulag grásleppuveiða verði óbreytt.
Gunnlaugur Finnbogason var endurkjörinn formaður Eldingar.
Myndir: Frá fundinum
Logn