Aðalfundur Bárunnar í Hafnarfirði

Félag smábátaeigenda í Hafnarfirði, Báran, hélt aðalfund sinn hinn 7. október s.l. á Kænunni, sem venja er. Mæting var allgóð og vel fundarfært. Líflegar umræður sköpuðust um tillögur og ályktanir þær sem upp eru taldar hér að neðan.
Gunnar Pálmason var endurkjörinn formaður félagsins og fulltrúi þess í stjórn LS.

Eftirfarandi var samþykkt á fundinum:

1. Fundurinn mótmælir öllum hugmyndum um breytingar á slægingarstuðli sem og reglum um vigtun sjávarafla.

2. Fundurinn gerir kröfu um breytingar á línuívilnun í þá átt að einu gildi hvort lína er beitt í landi eða notuð er beitingatrekt enda sé línan stokkuð upp í landi.

3. Fundurinn beinir því til LS að það sjái um gerð kjarasamninga fyrir aðildarfélögin.

4. Fundurinn mótmælir harðlega öllum skerðingum á réttindamálum bæði hvað varðar skipstjórnar- og vélgæsluréttindi.

5. Fundurinn leggur til að tekin verði upp handfæraívilnun.

6. Fundurinn leggur til að rýmkuð verði heimild til flutnings aflamarks á milli ára, þannig að hann verði gefinn frjáls.

7. Fundurinn skorar á Símann að reka áfram NMT símakerfið þar til annað jafn gott eða betra kerfi getur komið í staðinn.

IMG_1207.jpg

Frá aðalfundi Bárunnar

IMG_1209.jpg

Gunnar Pálmason, formaður Bárunnar