Aðalfundur Farsæls í Vestmannaeyjum

Hinn 19. október s.l. hélt félag smábátaeigenda í Vestmannaeyjum, Farsæll, aðalfund sinn. Vel var mætt á fundinn og að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum, þar sem m.a. Jóel Andersen var endurkjörinn formaður félagsins, var tekið til við ályktanir og umræður.

Þessar voru niðurstöður fundarins:

1. Að haldið verði áfram að ýta á að sjálfvirkri veðurathugunarstöð verði komið á Dyrhólaey eða Reynisfjalli

2. Bann við veiðum um hrygningartímann gildi ekki fyrir handfæraveiðar

3. Bann við veiðum við sæstrengi, ljósleiðara og vatnsleiðslur innan Eyja verði eins og almennt er, þ.e. 200 metrar frá streng

4. Fundurinn mómælir auknum álögum á smábátaútgerð

5. Fundurinn fagnar nýhöfnum veiðum á hval í atvinnuskyni

6. Að mótmælt verði að leggja niður NMT símkerfið á meðan ekki finnst jafn góð og ódýr lausn

7. Að línuívilnun nái til allra sem róa með línu, sem beitt eða stokkuð upp er í landi

8. Að slægingarstuðull verði óbreyttur

9. Að LS beiti sér fyrir því að sjómenn 60 ára og eldri fái að veiða frjálst á handfæri

10. Að athugað verði hvort veiðar með snurvoð skaði ekki sandsílisstofninn

11. Að fela LS gerð kjarasamninga fyrir félagsmenn Farsæls

IMG_1215.jpg

Mynd: Jóel Andersen, formaður Farsæls