Aðalfundur LS – ekki verði hreyft við stærðarmörkum krókaaflamarksbáta

Eins og fram hefur komið sendi aðalfundur LS frá sér fjölmargar
ályktanir. Eftirfarandi var samþykkt um stærð og veiðarfæri krókaflamarksbáta og kvótaþak:
Adalf I 2-54-100.jpg
Aðalfundur LS:

„skorar á stjórnvöld að kvika hvergi frá stefnu sinni varðandi stærð
og veiðarfæri krókaaflamarksbáta þ.e.a.s. að aflahlutdeild báta í
krókaaflamarkskerfi verði veidd á króka og að stærð báta sem komin er upp
undir þanmörk verði ekki aukin og þannig látið undan þrýstingi bátasmiðja og
einstakra útgerða um stækkun báta í kerfinu.“
Adalf II 2-54-100.jpg
„fagnar setningu laga á síðastliðnu sumri um hámarkseign einstakra útgerða í krókaaflamarkskerfinu, en harmar jafnframt að ekki skyldi vera farið eftir tillögum stjórnar LS í málinu. (3% í öllum tegundum og tíu ára aðlögun fyrir þá sem væru fyrir ofan mörkin þegar lögin tækju gildi).“

Myndir:
Frá 22. aðalfundi LS 26. og 27. okt. sl.

Aðalfundur LS – setningarræða formanns”


Uppskriftir