Fyrr í dag fundaði stjórn Snæfells með sjávarútvegsráðherra. Á fundinum var rætt um flottrollsveiðar á síld við Snæfellsnes. Að sögn Alexanders Kristinssonar formanns Snæfells var farið yfir málið og sjónarmiðum stjórnarinnar komið á framfæri. Ráðherra var hvattur til að afnema undanþágu til flottrollsveiða sem enn er í gildi, ekki síst þar sem meðafli er við veiðarnar sem leitt hefur til þess að Hafró hefur lokað nánast öllu svæðinu. Skyndilokanirnar gilda hins vegar aðeins til 25. og 26. nóvember en undanþágan til áramóta.
Alexander sagðist nokkuð bjartsýnn eftir fundinn, hann hefði verið góður og vonandi borið einhvern árangur.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is