Ungir sjálfstæðismenn í Snæfellsbæ mótmæla flottrollinu

Fundur var haldinn í Félagi Ungra Sjálfstæðismanna í Snæfellsbæ sl. laugardag 11. nóvember. Á fundinum var rætt um flottrollsveiðar á síld við Snæfellsnes. Fundurinn samþykkti ályktun þar sem
„mótmælt er öllum veiðum með flottrolli inn á fjörðum og flóum landsins.
Breiðafjörðurinn er ein af uppeldisstöðvum þorsks og til að byggja upp þorskstofninn þarf hann á æti að halda. Flottrollsveiðum í Breiðafirði fylgir auk þess meðafli þar sem síld er æti bolfiska eins t.d. þorsksins. Skyndilokun Hafrannsóknastofnunar nr. 132 sýnir fram á þetta.
Félagið lýsir andstöðu sinni við veiðar með flottrolli í Breiðafirði og Faxaflóa.“