Sjávarútvegsráðherra á þingi SSÍ – hátt leiguverð á kvóta áhyggjuefni – sjómenn með einhverjum hætti látnir taka þátt í kaupunum

Við setningu 25. Sjómannasambandsþings, sem nú stendur yfir, flutti sjávarútvegsráðherra ræðu. Hann kom víða við, þar á meðal sagðist hann ekki telja það ólíklegt að kvótaverð hafi hækkað jafn mikið og raun ber vitni, vegna þess að sjómenn væru með einhverjum hætti látnir taka þátt í kaupum á kvóta. Sjávarútvegsráherra sagði slíkt óþolandi og þyrfti að stemma stigu við. „Hið háa leiguverð á kvóta er áhyggjuefni og afleiðingar þess geta verið neikvæðar; svo sem fyrir nýtingu auðlindarinnar“, sagði sjávarútvegsráðherra Einar Kristinn Guðfinnsson.

Sjá má ræðuna í heild á:

http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/radherra/Raedur_EKG//nr/1323