Aðeins helmingur af línuívilnun í þorski nýtt

Fyrsta tímabili línuívilnunar á fiskveiðiárinu lauk 30. nóvember sl. Í þorski var ætlað 0-0-1 tonn til línuívilnunar, í ýsu 740 tonn og steinbít 28 tonn.

Flest tonn til ívilnunar voru í ýsu 672 sem er 91% af því sem ætlað var. Í þorski var nýtingin hins vegar aðeins tæp 50% eða 535 tonn. Steinbíturinn skilaði sér hins vegar nánast allur eða 27,3 tonn.

Á sama tímabili á sl. fiskveiðiári voru ýsutonnin 846 og 783 tonn í þorski, alls 3-6-1 tonn sem er rúmum þriðjungi meira en nú.

Unnið upp úr tölum frá Fiskistofu