Fersk þorsk- og ýsuflök – 30% aukning milli ára

Á fyrstu 10 mánuðum ársins er samanlagt útflutningsverðmæti ferskra þorsk- og ýsuflaka komið yfir 10 milljarða. Aukningin milli ára er 30%.

Þorskflökin hafa hækkað um 20% og ýsan um 16%. Í báðum tegundum er magnaukning, 7% í þorskflökum og 15% í ferskum ýsuflökum.

Eins og á síðasta ári er langmest flutt út til Bretlands af þorskinum eða 48% af heildarmagninu en var 47% á fyrstu 10 mánuðunum 2005.

Bretland hefur einnig vinninginn á ferskum ýsuflökum, en þangað hefur helmingur alls útflutningsins farið. Á sama tíma í fyrra var þetta hlutfall 60%. Bandaríkin eru í öðru sæti með 37% og Frakkland er númer þrjú í röðinni með 8% heildarmagnsins. Veruleg magnaukning er til Frakklands og hefur hlutdeild þeirra tvöfaldast á einu ári.

Unnið upp úr tölum frá Hagstofu Íslands