Útflutningsverðmæti grásleppukavíars og hrogna 104 milljónum króna lægra

Á fyrstu 10 mánuðum þessa árs er útflutningsverðmæti grásleppukavíars og saltaðra grásleppuhrogna komið í 483 milljónir. Það er samdráttur um 104 milljónir miðað við sama tíma í fyrra.
Aukning er í verðmætum á grásleppukavíar en veruleg minnkun á útflutningsverðmæti og magni saltaðra hrogna.
Í evrum talið er verðlækkun beggja tegundanna 17%.

Byggt á tölum frá Hagstofu Íslands