Svisslendingar ánægðir með íslenskan fisk – heilbrigðisvottorða ekki lengur krafist

Svissnesk yfirvöld hafa með bréfi til landbúnaðarráðuneytisins tilkynnt að frá og með næstu áramótum munu þau ekki krefjast opinberra heildbrigðisvottorða með fiski og fiskafurðum frá Íslandi. Í bréfinu segir að þetta sé gert vegna góðrar reynslu til langs tíma af íslenskum afurðum.

Á fyrstu 10 mánuðum ársins hafa verið flutt til Sviss 200 tonn af ferskum þorskflökum, sem er 150% aukning frá sama tíma í fyrra. Er það sérlega ánægjulegt þar sem verð þar er hærra en annars staðar.

Unnið upp úr frétt
frá Fiskistofu og tölum
frá Hagstofu Íslands