Heildaraflinn minnkar um 345 þúsund tonn

Fiskistofa hefur birt bráðabirgðatölur um fiskafla á árinu 2006. Þar kemur fram að aflinn er áætlaður 4-3-1 þúsund lestir, sem er minnsti afli síðan 1991 þegar hann var 4-0-1 þúsund lestir. Mestur var aflinn 1997 eða 9-1-2 þúsund tonn.

Þorskaflinn er nú áætlaður 193 (206) þúsund tonn, ýsan 96 (97) þúsund, steinbítur 16 (15) og ufsi 75 (68) þúsund tonn. Tölurnar í sviga er aflinn á árinu 2005.

Það vekur athygli að botnfiskaflinn jókst um 9 þúsund tonn milli ára, er nú áætlaður 528 þúsund tonn.

Helsta ástæða fyrir minni heildarafla er að á árinu veiddust aðeins 184 þúsund tonn af loðnu, en meðaltal áranna 2003, 2004 og 2005 var 603 þúsund tonn.

Unnið upp úr fréttatilkynningu
frá Fiskistofu

http://fiskistofa.is/frettir.php?id=2-5-1